Nákvæmnisakstur er íslenska orðið yfir ensku orðin “regularity rally” en þar er átt við að allur akstur í keppninni er fyrirfram skipulagður og ákveðið hvaða leið er farin og á hvaða hraða ekið er á keppnisleiðum.
Sparaksturinn í þessari keppni er ekki eiginlegur sparakstur heldur er eyðsla borin saman við uppgefna eyðslu framleiðanda ökutækisins.
Engar sérstakar kröfur eru um útbúnað bifreiða aðrar en þær séu knúnar rafmagni eða vetni og hafi gilda skoðun. Þannig að það þetta er tilvalin keppni fyrir alla sem vilja fara í bíltúr, en taka um leið þátt í ævintýri, keppa ekki aðeins í Íslandsmóti heldur og í heimsmeistarakeppni.
Til að útskýrar þetta betur þarf að byrja á grunninum. Nákvæmnisakstur (e. regularity rally) er aksturskeppni þar sem skiptast á keppnisleiðir, ferjuleiðir og biðsvæði (e. Parc Fermé).
Biðsvæðin eru eins og nafnið gefur til kynna svæði þar sem ökutæki eru geymd á aðkomu ökumanna, til dæmis yfir nóttu, í hléum eða annars staðar sem dagskrá segir til um. Áhöfn ökutækis má ekki fara í það á meðan það er á biðsvæðinu.
Ferjuleið er sú leið sem ekin er milli keppnisleiða. Á ferjuleið skal farið eftir umferðarreglum, þar með talið hámarkshraða, en hraði er ekki tilgreindur sérstaklega.
Á keppnisleiðum er tilgetinn meðalhraði sem ökutækið skal ekið á og honum breytt til samræmis við aðstæður, en hann er þó ávallt innan hámarkshraða. Leiðarbók (sjá síðar) lýsir leiðinni og hvenær hraðabreyting er. Tími er mældur frá upphafi keppnisleiðar að punktum á leiðinni. Vitað er hvar þessir punktar eru og hvenær ökutækið ætti að vera komið þangað. Frávik á milli raunverulegs tíma á einhverjum stað frá útreiknaða tímanum er refsingin. Því minni munur því minni refsing og því betra.
Eins og áður sagði þá er gefin út leiðarbók sem lýsir því hvert á að aka. Hér til vinstri er fyrsta blaðsíða í leiðarbók þar sem fyrsta línan sýnir þegar komið er út úr bílakjallaranum undir Ráðhúsinu í Reykjavík og beygt til hægri inná Tjarnargötu.
Næsta lína sýnir er ekið er um Vonarstræti inná Suðurgötu og sú næsta sýnir hringtorgið við Þjóðminjasafnið.
Dálkur tvö sýnir vegalengd frá upphafi (eða þegar beðið er um að hann sé núllstilltur) næsti hve langt er á milli. Síðasti dálkurinn sýnir síðan fjarlægðina þar sem ferjuleiðin endar.
Í haus er að finna ýmsar upplýsingar, en þær veigamestu eru milli hvaða staða verið er að fara, hve löng þessi leið er, meðalhraðann og hve langan tíma áhöfnin hefur til að komast.
Þegar komið er að keppnisleiðum þá breytist aðeins útlitið á leiðarbókinni eins og sést hér til hægri. Nákvæmni leiðarbókarinnar er meiri á keppnisleiðum heldur en á ferjuleiðum. Yfirleitt er miðað við að það séu kringum 200 – 300m milli lína, en þó getur það verið þéttara, eins og hér er sýnt.
Eins og sést þá sýnir þessi blaðsíða keppnisleið sem er vegur 420 (Vatnsleysuströnd) frá Vogum í átt að Reykjavík.
Meðalhraðinn sem aka á á í upphafi er þarna sýndur í þriðja dálki sem 50 km/klst. Þannig að þegar komið er að 70 km/klst skiltinu í þriðju línu þá ættu að vera liðnar 5,1 sek. Í fjórðu línu 24,4 sek og í fimmtu línu ættu að hafa liðið 55,7 sek frá því lagt var af stað.
Hafi ökutæki komið á staðinn í fimmtu línu eftir 55,8 þá hefði áhöfnin fengið 100 refsipunkta. Það hefði verið sama refsing hefði ökutækið komið á 55,6 sek. Allar refsingar eru síðan lagðar saman og sú áhöfn sem er með lægstu heildar refsinguna vinnur nákvæmnisaksturinn. Þetta virðist einfalt, en getur verið snúið.
Eins og áður sagði þá er sparaksturinn í þessari keppni er ekki eiginlegur sparakstur heldur er eyðsla borin saman við uppgefna eyðslu framleiðanda ökutækisins. Þannig er eyðsla ökutækis mæld í kW/100km deilt í þá eyðslutölu er framleiðandi gefur upp og lægsta hlutfallið vinnur.
Gott dæmi er að segja að tvö eins ökutæki séu frá sama framleiðanda í keppninni, ökutæki A og B. Eyðsla þessarar ákveðnu tegundar ökutækis samkvæmt framleiðanda væri gefið upp sem 14,70 kW/100km, en eyðsla ökutækis A í keppninni væri 15,04 og ökutækis B 14,65. Hlutfallið fyrir ökutæki A væri þá 1,02313 og fyrir ökutæki B væri hlutfallið 0,99660. Ökutæki B bæri því sigurorð af hinu.
Viljir þú prófa svona keppni þá getur þú hlaðið niður leiðarbók fyrir fjórðu keppnisleið samsvarandi keppnis sem haldin var árið 2020, prentað hana út eða skoðað hana í tölvu eða spjaldtölvu og farið af stað. Vinsamlega smellið á myndina af forsíðu leiðarbókar frá 2020 til að hlaða niður fjóru keppnisleið.